Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

Skapandi skrif

Já, ný vinnuvika byrjuð en stutt í þetta sinn, er að halda í helgarferð til Amsterdam á fimmtudaginn. Get varla beðið og ég ætla að njóta hverrar mínútu, hef ekki komið þarna áður en mér skilst að gott sé að versla þarna og ýmislegt er hægt að skoða! 

Vinnuvikan byrjaði í gær þegar ég fór að farða fyrir forsíðu Mannlífs og maðurinn á forsíðunni var alveg hreint frábær.  Ég get að sjálfsögðu ekki gefið upp að svo stöddu hver hann er en við áttum gott spjall og ég komst að því að hann er m.a. barnabókarithöfundur og er með spennandi námskeið um skapandi skrif. Ég fór öll á ið og spurði hann spjörunum úr enda vita þeir sem þekkja mig að barnabókaskrif eru eitt af aðaláhugamálum mínum. Hann gaf mér fullt af góðum ráðum og ljósmyndarinn gat ekki annað en hlegið að okkur því hann mátti ekkert vera að því að líta í myndavélina svo upptekin vorum við í samræðunum.  Nú langar mig virkilega að kíkja á þetta námskeið hjá honum og kynna mér það til hins ítrasta.  Já, það er alltaf gaman að hitta fólk sem er fullt af fróðleik og visku en hún svoleiðis lak af honum :) Hlakka til að lesa viðtalið við hann í næsta blaði en svona fólk getur gefið manni mikinn innblástur:)

Svo er árshátíðatörnin að byrja en síminn hefur varla stoppað og ég hef verið á fullu að vísa á aðrar sminkur til að leysa mig af næstu tvær helgar.  Svo ef einhver er á lausu að þá má alveg láta mig vita :)

En alla vega, hafið það sem allra best kæru lesendur........

Kvitterí.........................

Anna Rún.


Hækkandi sól...

 

Halló allir saman á þessum gullfallega degi...

Þá er enn ein helgin liðin og vinnuvikan skollin á.  Átti ljúfa helgi í sveitinni, tókum heljarinnar tiltekt á lóðinni í góða veðrinu á laugardaginn og fengum góða gesti á sunnudaginn!

Var mætt upp í förðunarskóla á hádegi í dag til þess að fara yfir tæplega 20 vinnumöppur og ganga frá einkunum!  Sat einmitt yfir bóklegu förðunarprófi á föstudaginn síðasliðinn.  Alltaf nóg að gera upp í skóla. Svo skemmir nú ekki fyrir hvað þær eru alltaf hressar þær elsku Lára mín og Inga Kolbrún.

Við Anna Rún rúlluðum í létta heimsókn upp á Birting í síðustu viku, áttum þar létt spjall við Reynir Trausta og Ingibjörgu.  Þar var allt á fullu enda starfa nú öll blöðin undir sama hatti! 

Jæja, bið að heilsa í bili...

Vonandi gekk vel með verkefnið í dag Anna Rún mín!

 

Kær kveðja, Kolla kvebbalingur! Errm


Geir Ólafs gleðipinni!

Góðan dag kæru vinir!

Hvernig hafið þið það í dag? Ég er hress að vanda enda ekki ástæða til annars! 

Átti skemmtilegan og skrautlegan dag í gær þar sem að ég skaust í skemmtilegt verkefni fyrir Vikuna.  Verkefnið fór fram á hárgreiðslustofunni Mólekúl á Vegamótastíg.  Módelið var enginn annar er Geir Ólafs sjálfur!  Það er bara hressandi að hitta Geir, hann mætti á svæðið eins og kóngurinn sjálfur og dreifði sinni einstöku orku og reitti af sér brandarana.  Gunnar ljósmyndari tók myndirnar, það er alltaf gott að vinna með Gunna.  Við höfum unnið saman af og til síðan 2001 og ekkert nema gott um það að segja.

Við Anna Rún vorum í miklu stuði í gær, styrktum Ogvodafone vel með löngum símtölum!!!  Við skvísurnar erum einmitt að vinna í því að nálgast allar myndirnar okkar sem hafa birtst í Ísafold og fl tímaritum upp á síðkastið.  Þurfum að fara að skella þeim inn á bloggið!

Þá er það lærdómurinn...

Eigið góðan dag, Kolla Kissing

 

 

 

 


Til lukku með daginn kæru konur!

Til lukku með daginn kæru konur. Ég vona að konudagurinn verði ykkur góður!

Ég er stödd í sveitinni minni með prinsunum mínum, veit lítið betra en að koma hingað og hlaða batteríin eftir annasama viku.

Myndatakan fyrir Ísafold á föstudaginn gekk mjög vel,  Gúndi tók myndirnar og skvísurnar á Hárný sáu um hárið.  Ég farðaði forsíðustúlkuna sem einning er í stóru viðtali inn í blaðinu.  Förðunun var gerð algjörlega í samvinnu við forsíðustúlkuna enda mikilvægt að fólki líði vel þegar það er myndað fyrir svona viðtöl.  Ég gerði brúnt fallegt smokey og nude varir. Það var góð stemmning upp á blaði enda mikið af góðu fólki þar saman komið og mikið að gerast.  Átti gott spjall við Reynir Traustason sem er alltaf bara eitthvað svo frábær, enda er ekki hægt að segja nei við þann mann.  Maður vill allt fyrir Reynir gera.

Annars var vikan mjög góð. Ég var einstaklega dugleg að læra. Ég skilaði öðru innlitinu mínu inn í blaðið Hús og Hýbíli.  Ótrúlega skemmtileg vinna það.  Ég sá um eskimo námskeiðin þessa vikuna, var með fyrilestur um framkomu, æfði gönguna fyrir tískusýninguna þeirra og svo tók ég létta sýnikennslu í förðun.  Það er alltaf jafn gefandi að hitta þessar frábæru ungu stúlkur sem eiga sér stóra drauma og ætla sér langt í lífinu.  Á fimmtudaginn var svo lokapróf í förðun hjá hópnum mínum upp í snyrtiskóla og gekk það bara nokkuð vel hjá skvísunum!  Prófað var í kvöldförðun, auðvitað er mismikið lagt í sölurnar en í heildina var ég ánægð með stelpurnar mínar. 

Úr skyldunni í smá gleði þá skelltum við hjúin okkur í leikhús á fimmtudaginn.  Við sáum Pabbann með Bjarna Hauki í Inó.  Maðurinn er auðvitað bara snillingur.  Salurinn hló alla sýninguna.  Þetta hitti allt svo í mark hjá honum, sérstaklega þegar maður er búin að ganga í gegnum meðgöngu, fæðingu og allt þar á eftir.  Mæli eindregið með þessari sýningu!

Bið að heilsa í bili.... Kolla.


Vinnuhelgi og Júróvisíon

Enn ein helgin komin og smá vinnuhelgi í þetta sinn.  Fór í hádeginu að farða 4 konur fyrir brúðkaup.  Alltaf gaman að taka þátt í þessum degi með fólki, visst stress og mikil eftirvænting í bland.  Fór svo um fjögurleytið að kíkja á brúðina og tékka á því hvort förðunin hennar væri í lagi en hún ákvað að farða sig sjálf, enda förðunarfræðingur og einn af mínum gömlu nemendum, en hún þurfti samt smá lokasamþykki frá mér þessi elska :)  Hún var auðvitað stórglæsileg með gerviaugnhár og alles. Vá, og kjóllinn hennar var algjört æði, bara innilega til hamingju Harpa mín!!  Annars er ég búin að vera í vinnupásu þessa viku því stelpan mín nældi sér í skarlatssótt svo ég hafnaði tveimur vinnudögum með Fiann ljósmyndara og líka auglýsingu fyrir Ísafold sem átti að taka í gær.  Kolla skvísa tók svo forsíðuna í gær fyrir marsblaðið, hlakka til að sjá útkomuna enda algjör drottning á forsíðunni en Kolla sá um stíliseringuna líka :).  Annars er gaman að segja frá því að við Kolla höfum átt allar forsíðurnar hjá Ísafold á þessu ári og alla tískuþætti auðvitað líka :) 

Já, og svo er Evróvision, eða Júróvisíon eins og ég vil bera það fram, í kvöld. Auðvitað á að hafa það kósí fyrir framan imbann í kvöld og fylgjast spenntur með en Ragnheiður vinkona á textann við lagið hans Jónsa sem bróðir hennar Trausti samdi.  Auðvitað heldur maður með sinni konu og vonast til þess að hún vinni.  En af öðrum lögum finnst mér lagið hans Friðriks Ómars líka vera ekta Júróvisíon lag og finnst það frekar sigurstranglegt.  Við sjáum hvað setur en áfram Ragnheiður/Trausti/Jónsi..................

En góða helgi allir og gangiði hægt um gleðinnar dyr.

Over and out, Anna Rún.


Förðunartvennan...

Halló halló...

Velkomin á síðuna okkar.

Við erum tvær ungar og lífsglaðar stúlkur sem eigum það sameiginlegt að vera förðunarmeistarar að mennt og störfum þar að auki mikið við tísku, skrif og margt, margt fl.  Við höfum ákveðið að sameina krafta okkar hér á þessari bloggsíðu og deila með ykkur því sem við erum að bralla.

Við höfum starfað saman síðustu mánuði sem förðunarkennarar hjá Snyrtiakademíunni og þar hófust okkar frábæru kynni.

Það er vel við hæfi að byrja þessa fyrstu færslu að segja ykkur frá því að ég er að skutlast í skemmtilegt verkefni á vegum Ísafoldar núna á eftir.  Er að fara að farða fyrir næstu forsíðu ásamt því að sjá um stíleseringu að þessu sinni líka.  Er að fara að farða algjöra drottningu en það kemur fljótlega í ljós hver hún er.....

Þangað til næst.....

Kolla Grin


Höfundur

Anna Rún & Kolbrún Pálína
Anna Rún & Kolbrún Pálína
Vinkonudúettinn bloggar um fegurð hversdagleikans

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband