Leita í fréttum mbl.is

Reykingabann á veitingahúsum

Nú hefur reykingabann á skemmtistöðum og veitingahúsum tekið gildi og þvílík hamingja í mínu hjarta.  Ég, sem aldrei hef reykt, þoli ekki að skreppa í bæinn og koma angandi heim þó maður rétt staldri við á staðnum.  En nú er tíðin önnur og ég hlakka til að geta skroppið út án þess að koma heim eins og angandi öskubakki og þurfa að henda öllu í þvott og beint í sturtu áður en lagst er til hvílu.  Thumbs up kæru reyklausu Íslendingar!

En að öðru, nú hefur hún Ásta Lovísa kvatt þennan heim og þvílíkur öðlingur sem þessi stúlka var.  Ég votta fjölskyldu hennar og vinum alla mína samúð því missir þeirra er mikill.  Ég trúði því statt og stöðugt að kraftaverkið gæti gerst og Ásta Lovísa með sinni elju gæti sigrast á þessum hræðilega sjúkdómi en raunin var önnur.  Þetta sýnir manni að baráttuvilji hennar dugði ekki til því krabbameinið hafði betur og brá mér virkilega að frétta af andláti hennar.  Við vorum jafngamlar og þessi stúlka var búin að ganga í gegnum svo margt á sinni stuttu ævi.  Blessuð sé minning gullfallegrar stúlku, jafnt að innan sem utan.

Þökkum fyrir að vera til og draga andann á þessu fallega landi kæru lesendur því ekkert í þessu lífi er sjálfgefið :)

Knús á línuna,

Anna Rún.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég verð að taka undir með því sem þú segir í þessari færslu. Hætta að reykja, fagna góðri heilsu og njóta lífsins ég tala nú ekki um þegar sólin er farin að skína. Góða helgi kveðja Rakel

Rakel Sævarsdóttir (IP-tala skráð) 8.6.2007 kl. 13:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Rún & Kolbrún Pálína
Anna Rún & Kolbrún Pálína
Vinkonudúettinn bloggar um fegurð hversdagleikans

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband