Leita í fréttum mbl.is

Esjan í allri sinni dýrð!

 

Hola!

Það er stórkostlegt að sjá hvernig landinn tryllist þegar það koma svona yndislegir sumardagar eins og í gær.  Öll fyllumst við einhverri svakalegri orku sem við nýtum á misjafnan hátt.  Ég fékk þá flugu í höfuðið að hlaupa upp á Esju.  Ég þori nú varla að segja frá því þar sem ég hef alla mína tíð búið hér á höfuðborgarsvæðinu að þetta var í fyrsta skipti sem ég lagði leið mína á Esjuna.  Þetta var vægt til orða sagt yndislegt, þvílíkt útsýni og frábær hreyfing.  Ég fór reyndar ekki alveg upp á topp en ég geri það án efa næst! 

Anna Rún mín hringdi svo í mig rétt áður en við hittumst á vakt á rúv í gærkveldi til að ath hvort að ég væri til í að rölta Esjuna með sér eftir vinnu!  Anna Rún hefur einmitt aldrei gengið Esjuna!  Við erum svo tengdar stundum að það getur verið alveg stórkostlegt!  Bara næst dúlla!

Við vinkonurnar höfum einmitt átt þónokkuð margar samverustundir í vinnunni uppá síðkastið sem gerir vinnuna mun skemmtilegri.  Við Vorum saman í verkefni í vikunni fyrir ÁTVR, sminkuðum þar starfsfólk fyrir heilsíðuauglýsingu sem birtist von bráðar.  Baldur ljósmyndari tók myndirnar og var skotið á skemmtilegum stað við Bryggjuhverfið!  Einnig höfum við verið saman nokkrar vaktir á rúv í vikunni. 

Annars er allt gott að frétta, lífið gengur sinn vanagang!  Húsið okkar gengur vonum framar, verðum væntanlega flutt inn vel fyrir jól ef þetta heldur áfram að ganga svona vel.  

Stelpan var svo aðeins ofdekruð um helgina þegar bóndinn kom heim með nýjan bíl fyrir stelpuna sína!  Algjörlega surprise!!!  Ég er ennþá að jafna mig!!!  Elsku litla toyotan mín hún Fjóla fær sem sagt að fjúka, en svona er lífið bara!

Eigið góðan dag öll sömul!

Kolla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er stolt af ykkur stelpunum að vera komnar í fjallagírinn! Kannski farið þið að skilja mig betur núna....heheee.. Ég hef einmitt verið upp um fjöll og firnindi, nú síðast gerði ég misheppnaða tilraun við Fimmvörðuhálsinn (kíkið á labbakutar.ir.is ef þið viljið sjá myndir o.fl) frekar sorglegt að þurfa að snúa við en Þórsmörk var yndisleg í dásamlega veðrinu! Þangað verðum við einhverntímann að kíkja saman...ha? Þvílík paradís á jörð! Látið mig vita ef ykkur vantar ferðafélaga á Esjuna :o) Luv ya! 

Ragnheiður (IP-tala skráð) 14.6.2007 kl. 00:58

2 identicon

Já ég skil þetta göngu æði þitt bara mjög vel Ragnheiður mín!  Reynum endilega að skella okkur saman fljótlega....

Kolla.

Kolla (IP-tala skráð) 16.6.2007 kl. 15:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Rún & Kolbrún Pálína
Anna Rún & Kolbrún Pálína
Vinkonudúettinn bloggar um fegurð hversdagleikans

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband