Leita í fréttum mbl.is

Skapandi skrif

Já, ný vinnuvika byrjuð en stutt í þetta sinn, er að halda í helgarferð til Amsterdam á fimmtudaginn. Get varla beðið og ég ætla að njóta hverrar mínútu, hef ekki komið þarna áður en mér skilst að gott sé að versla þarna og ýmislegt er hægt að skoða! 

Vinnuvikan byrjaði í gær þegar ég fór að farða fyrir forsíðu Mannlífs og maðurinn á forsíðunni var alveg hreint frábær.  Ég get að sjálfsögðu ekki gefið upp að svo stöddu hver hann er en við áttum gott spjall og ég komst að því að hann er m.a. barnabókarithöfundur og er með spennandi námskeið um skapandi skrif. Ég fór öll á ið og spurði hann spjörunum úr enda vita þeir sem þekkja mig að barnabókaskrif eru eitt af aðaláhugamálum mínum. Hann gaf mér fullt af góðum ráðum og ljósmyndarinn gat ekki annað en hlegið að okkur því hann mátti ekkert vera að því að líta í myndavélina svo upptekin vorum við í samræðunum.  Nú langar mig virkilega að kíkja á þetta námskeið hjá honum og kynna mér það til hins ítrasta.  Já, það er alltaf gaman að hitta fólk sem er fullt af fróðleik og visku en hún svoleiðis lak af honum :) Hlakka til að lesa viðtalið við hann í næsta blaði en svona fólk getur gefið manni mikinn innblástur:)

Svo er árshátíðatörnin að byrja en síminn hefur varla stoppað og ég hef verið á fullu að vísa á aðrar sminkur til að leysa mig af næstu tvær helgar.  Svo ef einhver er á lausu að þá má alveg láta mig vita :)

En alla vega, hafið það sem allra best kæru lesendur........

Kvitterí.........................

Anna Rún.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góða skemmtun í Amsterdam mín kæra.

 B

Birta Rós (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 08:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Rún & Kolbrún Pálína
Anna Rún & Kolbrún Pálína
Vinkonudúettinn bloggar um fegurð hversdagleikans

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband