Leita í fréttum mbl.is

Árinu eldri!

Ég er á lífi kæru vinir og vel það!  

Það er yndislegt veður, ég var að koma úr göngutúr úr laugardalnum og er að losna við kvefið sem hefur verið að hrjá mig svo lengi.  Jú svo er ég orðin árinu eldri en þegar ég bloggaði síðast!  Mér er sagt að þetta verði betra með hverju árinu svo að ég reyni bara að taka hækkandi aldri og auknum þroska fagnandi, en ekki hvað!!!    

Ég veit nú  varla hvar á að byrja, það er svo langt síðan ég lét í mér heyra!  Í fyrsta lagi er stóru flutningunum ógurlegu lokið!  Hélt að þetta ætlaði engann endi að taka en allt hófst þetta á endanum.  Við erum formlega flutt í 104 og það fer bara alveg rosalega vel um okkur í litlu sætu kjallara íbúðinni. Siggi Viðar er búinn að eignast fullt af nýjum vinum í hverfinu og kemur útkeyrður inn á hverju kvöldi eftir að hafa verið að bralla og leika sér með öllum krökkunum.

Ég lauk fyrsta skólaárinum mínu sömu helgi og við afhentum húsið og gekk allt vel bara.....  Býð reyndar enn eftir einkunnum.

Af vinnumálum:  Það er búið að vera nóg að gera, nokkrar vaktir uppá rúv yfirstaðnar, sé strax hvað þetta á eftir að vera frábær reynsla í bankann að vera þarna. Maður þarf að vinna mjög hratt og vel þannig að það gefst enginn tími til að hika eða vera óöruggur!  Skaust einnig í skemmtilegt verkefni í vikunni þar sem ég aðstoðaði hana Elínu Reynis örlítið.  Elín er að farða fyrir mjög spennandi kvikmynd og ég fékk aðeins að kíkja við og hjálpa til. 

Mikil eftirspurn er eftir þjálfun þessa dagana.  Alltaf pínu fyndið hvernig íslendingar hugsa.  Við erum svo gráðug í árangur og það á sem styðstum tíma og höldum stundum að allt gerist fyrirhafnarlaust!  Hef fengið símtöl þar sem að ég er spurð beint út hvort að hægt sé að losna við 10 kg á tveimur mánuðum og fl.  Allir að hugsa um að líta vel út á sundlaugarbakkanum!!!

Er einmitt að fara að þjálfa núna...... held áfram að babbla á morgun og aldrei að vita nema að maður fari að henda inn nokkrum myndum og standa sig svolítið betur!

Adios!

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Rún & Kolbrún Pálína
Anna Rún & Kolbrún Pálína
Vinkonudúettinn bloggar um fegurð hversdagleikans

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband