Leita í fréttum mbl.is

Verkefnaflóð

Það er búið að vera nóg að gera í þessari viku og alltaf gaman að fara í ný og ný verkefni.  Ég skrapp t.d. á mánudaginn upp á Birting og farðaði Reyni Trausta fyrir sjónvarpsauglýsingu sem verið var að taka fyrir Mannlíf.  Reynir er einhvern veginn fjölmiðla- og tímaritakóngur Íslands að mínu mati.  Það verður að segjast að það er alveg ótrúlegt að fylgjast með þessum manni og skoða og lesa eftir hann viðtöl.  Hann fær viðmælandann algjörlega á sitt band og þefar uppi ótrúlegustu frásagnir af tærri snilld, það eru fáir sem leika þetta eftir honum - alla vega hér á Íslandi.  Enda er Mannlíf eina fréttaritið hér á Fróni og hann má auðvitað vera stoltur af því!

Í dag fór ég svo og hélt fyrirlestur fyrir um 60 manns hjá Iceland Express en þó í tveimur hollum sem betur fer.  Fyrri hópurinn var fyrir hádegi og sá seinni eftir hádegi.  Í hópunum voru verðandi flugfreyjur og flugþjónar hjá félaginu og kom það í minn verkahring að kenna þeim viðeigandi "flugförðun".  Ég fór einnig í gegnum almennt hreinlæti og hélt sýnikennslu auk þess sem ég tók hverja og eina í stólinn og gaf þeim góð ráð.  Þetta var bara gaman og flottir hópar en stelpurnar, reyndar voru 4 strákar líka, voru duglegar að spyrja og taka þátt.  Tíminn flaug áfram og það eina sem ég fann fyrir var að röddin var að gefa sig enda var ég búin að tala stanslaust í um 5 tíma og rúmlega það :)  Ég uppskar alla vega klapp og þakklæti eftir daginn og fólk gekk út með bros á vör, og þannig var tilgangi mínum náð.

Annars er allt fínt að frétta, hlakka til að byrja í næstu viku á nýja vinnustaðnum og breyta aðeins til :)

Þar til síðar kæru vinir,

Anna Rún.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Rún & Kolbrún Pálína
Anna Rún & Kolbrún Pálína
Vinkonudúettinn bloggar um fegurð hversdagleikans

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband