Leita í fréttum mbl.is

Leyndar áfengisauglýsingar

Jæja, enn ein helgin framundan og sú síðasta var alveg hreint frábær. Við Kolla fórum með sminkuhópnum í sumarhúsið hennar Kollu og áttum þar æðislegan tíma.  Vorum mættar snemma, tókum klukkutímagöngu á föstudeginum og skelltum okkur svo í pottinn með hvítvín í annarri.  Elduðum svo æðislegan mat þar sem Þórdís fór á kostum og sátum við til borðs í um 4 tíma þar sem margt var skrafað og hlegið þar til magakramparnir voru orðnir óbærilegir.  Dekruðum svo við okkur með alls kyns möskum og kremum sem við höfðum fengið en við vorum með fulla poka af alls kyns prufum af sjampói, möskum, ilmum o.fl.  Á laugardeginum var svo vaknað í bítið þar sem útbúinn var hollur morgunverður, fyrir utan lummurnar hennar Þórdísar með sírópinu, og svo var aftur farið í hraðgöngu í ca. klukkutíma. Við héldum svo í bæinn um tvöleytið en Kolla var þá búin að endurheimta herrana sína og var áfram yfir helgina. En þetta var geggjuð ferð og verður héðan af árleg hjá Glymrunum. Vonandi skellum við inn myndum fljótlega!

En ég verð nú að víkja að frétt sem ég sá í Fréttablaðinu í gær þar sem góðvinur okkar Kollu, Reynir Traustason, er að fá áminningu fyrir leyndar áfengisauglýsingar í tímaritum sínum, Ísafold og Mannlífi.  Ég á einmitt heilsíðu í febrúarhefti Ísafoldar um kokkteila og góðar uppskriftir af þeim og styð ég Reyni í því að þetta sé nú komið út í öfgar og eru tímarit hans ekki þau einu sem koma inn á vínumfjöllun. Eru ekki öll tímarit með umfjöllun um vín, hvað passi með hinum og þessum mat og víninu gefnar stjörnur af fagaðilum.  Einnig eru seldar í bókabúðum bækur með kokkteiluppskriftum og er þá vefurinn vinbud.is ekki leynd áfengisauglýsing, maður spyr sig! Reynir nær að svara vel fyrir sig með því að ef að hann fái á sig kæru að þá kæri hann einhvern annan í leiðinni.  Já, það borgar sig ekki að abbast upp á Reyni, hann veit hvað hann syngur :)

En til ykkar allra, eigiði góða helgi og Kolla mín vonandi áttirðu góða ferð til Köben í vikunni, hlakka til að heyra frá þér.

Kvitteríí.......

Anna Rún.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Rún & Kolbrún Pálína
Anna Rún & Kolbrún Pálína
Vinkonudúettinn bloggar um fegurð hversdagleikans

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband