Leita í fréttum mbl.is

VATN

Staðreyndir um vatn

Mikið er spurt um hversu mikinn vökva æskilegt er að drekka á dag. Í fullorðnum mannslíkama eru um 40 - 50 lítrar af vatni, um 65% af heildinni.  Við venjulegar aðstæður tapast um það bil 2,5 lítrar af þessum vökva daglega, þar af um 1,5 lítrar í þvagi, 0,4 lítrar um lungu, 0,5 lítrar í svita og með hægðum.  Við hvers konar líkamlega áreynslu eykst vökvatap í svita verulega og þá einkum ef loftslag er hlýtt.  Við mikið erfiði geta þannig tapast allt að 2 lítrar á klukkustund og í maraþonhlaupi hefur mælst upp í 6 lítra vökvatap í svita.
Mikið vökvatap minnkar líkamleg afköst verulega.  Rannsóknir hafa sýnt að 2% vökvatap af þyngd þýðir 20 % minni afköst.  Verði vökvatapið 5 - 10 % af líkamsþyngd getur það valdið sólsting, krampa og jafnvel orðið lífshættulegt.  Því er mjög mikilvægt að íþróttafólk sem og aðrir fái nægan vökva og þá hefur sýnt sig að ekki nægir að treysta á þorstatilfinninguna. Það er því skynsamlegt að drekka vel fyrir hvers konar áreynslu og síðan á hálftíma eða klukkutíma fresti, jafnvel oftar ef heitt er og áreynslan mikil.  Gott er að drekka t.d. Powerade eða aðra íþróttadrykki ef vökvatapið er óvenju mikið því þá endurnýjast líka söltin sem hreinsast út með vökvatapinu.  

Ekki gleyma að börn þurfa líka að drekka nægan vökva og sérstaklega þau börn sem eru dugleg að leika sér eða stunda íþróttir.  Það er góð regla að gefa börnum einhverskonar þynntan ávaxtasafa í leikhléi í hópíþróttum. Það virkar jafnvel að verðlauna þau fyrir að vera dugleg í vatnsdrykkju, til að venja þau á góðan ávana. 

Meðal einstaklingur missir um 2-3 lítra á sólarhring af vökva, þannig að lágmarks vökvainntak er um 2-3 lítrar á dag. Vökvi kemur líka í gegnum fæðu þannig að um 1-2 lítrar á dag ættu að vera nóg fyrir meðal mann. En í miklu líkamlegu álagi er allt annað upp á teningnum eins og áður kom fram.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Rún & Kolbrún Pálína
Anna Rún & Kolbrún Pálína
Vinkonudúettinn bloggar um fegurð hversdagleikans

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband