Leita í fréttum mbl.is

Gleðilegt sumar!

Gleðilegt sumar kæru vinir og takk fyrir veturinn!

Sumardagurinn fyrsti lofaði góðu um framhaldið í veðrinu eða eins og sonur minn sagði, það er bara allt úti í sól mamma :) En í dag er þó kaldara og maður þarf að halda aftur af sér að taka ekki fram sandalana og skokka berfættur í þeim út, já og í kvartbuxunum líka.  Jamm, sólarhugurinn og sumarfílingurinn hjá manni er aðeins á undan áætlun og ef kvef og aðrar pestir eiga ekki að taka yfirhöndina að þá þarf maður að sættast við að klæðast vetrarkápunni ögn lengur.

Annars er allt fínt að frétta. Það er margt búið að gerast í vinnumálum hjá okkur Kollu síðustu daga en í vikunni fengum við báðar vinnu á sama staðnum :) Jamm, við samlokurnar nældum okkur í vinnu sem sminkur hjá Sjónvarpinu og erum hæstánægðar með það. Kolla byrjaði í gær og stóð sig svakalega vel en hún var ein á vakt og kláraði þetta með stæl.  Ég fer á fyrstu vaktina mína 11. maí og hlakka þvílíkt til.  Þetta er spennandi fyrir okkur og bara gaman enda allir víst svo elskulegir á þessum vinnustað og andrúmsloftið gott.

Svo bókuðum við hjónin utanlandsferð núna í vikunni fyrir familíuna í sumar en þá er stefnan tekin út í sólina í tvær vikur, vá ég er farin að hlakka þvílíkt til þó það séu nú enn nokkrir mánuðir í þetta :)

Helgin framundan er bara róleg samkvæmt planinu en ætli maður fari þó ekki eitthvað í ræktina og svo út úr bænum og geri eitthvað skemmtilegt með fólkinu sínu.

Hafið það gott og góða helgi.

Túrelú.......

Anna Rún.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Audrey

Sælar skvísur!

Gaman að sjá bloggið, maður er bara farinn að sakna ykkar!

Til hamingju með nýju vinnuna, hljómar ótrúlega skemmtilegt :-)

Audrey, 23.4.2007 kl. 10:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Rún & Kolbrún Pálína
Anna Rún & Kolbrún Pálína
Vinkonudúettinn bloggar um fegurð hversdagleikans

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband