Leita í fréttum mbl.is

Desperate houswife!

 

Í fyrsta skipti í minni ferðasögu langaði mig alls ekki heim!  Það var svo ljúft að komast út í hitann, borða góðan mat, vera í góðum félagsskap, og  hreyfa sig  svolítið í góða veðrinu.   Ég hef alltaf jafn gaman að því að ferðast!  Mér finnst svo frábært að koma á nýja staði og kynnast nýju og góðu fólki.  Fyrir utan það þá hef ég bara almennan áhuga á fólki.  Hafið þið ekki staðið ykkur af því að horfa bara og spá í öðru fólki?  Hvernig skyldi líf þeirra nú vera? Ég get alveg týnt mér í svona hugleiðingum stundum!  Annars var ferðin alveg frábær í alla staði.  Við vorum í stórglæsilegu húsi á stað sem heitir Kissemi á Orlando. Gatan sem að við bjuggum í minnti óneitanlega á Desperate houswife götuna.  Allt tipp  topp, grasið slegið á hverjum degi og til að toppa þetta mættu ungir, myndarlegir drengir til að þvo sundlaugina okkar síðasta daginn.  Þetta vakti mikla lukku hjá okkur skvísunum.  Börnin nutu sín vel í hitanum og voru í lauginni allan daginn, húsfreyjurnar lágu á sundlaugarbakkanum og sötruðu góða kokteila sem að Guðrún kokteilmeistari bar fram og pabbarnir gauruðust eitthvað á meðan.  Það var vissulega eitt og annað brallað,  við fórum í frábæran sundlaugargarð með gengið sem heitir Blissard Beach.  Þar var frábært svæði fyrir börnin þar sem að var búið að setja allar rennibrautirna í míni útgáfur fyrir litla fólkið.  Siggi Viðar var ekkert smá ánægður með þetta!  Einnig fórum við á skemmtilegan stað sem heitit Old town, og svo fórum við í Down town disney síðasta kvöldið. 

En heim er ég komin og raunveruleikinn tekinn við!  Við reyndum að rétta sólahringinn eins fljótt og hægt var enda nóg að gera.

Í gær voru vinir okkar með meiru þau Heiða og Nonni að ganga í það heilaga.  Heiða mætti til mín um 14:30 ásamt mömmu sinni, Bryndísi sinni og Herði Mána litla prins.  Ég farðaði Heiðu og mömmu hennar, svo klæddum við okkur allar heima, skáluðum í bleiku freyðivíni og svo kom bílstjórinn og sótti drottinguna.  Athöfnin var gullfalleg og svo tók skemmtilega veisla við!  Til lukku enn og aftur elskurnar!

Við fjölskyldan höfum nóg fyrir stafni næstu daga, við þurfum að finna okkur íbúð, losa húsið fyrir 1. maí og koma húsinu okkar í byggingu.  Svo þarf ég að skella mér í smá lærdómstörn og klára þetta fyrsta ár mitt!!!

 

Elsku Anna Rún mín, er farin að sakna þín.  Vonandi átturðu góðan afmælisdag!

Kveðja Kolla.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Rún & Kolbrún Pálína
Anna Rún & Kolbrún Pálína
Vinkonudúettinn bloggar um fegurð hversdagleikans

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband