Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007
22.6.2007 | 11:30
Til lukku boltastelpur!!!
Úpps!!
Við erum ekki búnar að vera að standa okkur í blogginu uppá síðkastið! Það er nokkuð ljóst!
Mig langar að byrja á að óska landsliðinu okkar innilega til hamingu með glæstann sigur í gær!!! Þetta var frábært!
Annars er nóg að gera á bænum eins og alltaf!
Í morgun afhentum við nemendum snyrtiskólans einkunnirnar sínar, svo er útskrift hjá einum hópnum á morgun. Ég ætla einmitt að mæta kl 8 í fyrramálið og farða nokkrar skvísur. Svo var ég bara í þessum töluðu orðum að skila af mér innliti fyrir Hús og Hýbíli. Fékk að kíkja í ótrúlega skemmtilegt hús hjá hreint út sagt frábærri konu. Fylgjist endilega með því!
Við hjónin erum barnlaus þessa dagana þar sem litli gullmolinn okkar er upp í sumarbústað hjá ömmu sinni og afa. Ég fór með honum í sveitina í fyrradag og skildi hann svo eftir í gærmorgun. Ég verð nú að viðurkenna að þetta var hálf undarleg tilfinning. Við erum búin að vera svo hryllilega mikið saman við mæðginin upp á síðkastið! En hann unir sér vel í sveitinn, veiddi fyrsta fiskinn sinn í gær og sagði mér stoltur í símann hann hefði sko verið að veiða í svínavatni!!!
Ég ætla bara að hafa þetta stutt í dag, er að fara að hitta skvísu saumaklúbbinn minn í lunch!
Knús, Kolla.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.6.2007 | 13:31
Esjan í allri sinni dýrð!
Hola!
Það er stórkostlegt að sjá hvernig landinn tryllist þegar það koma svona yndislegir sumardagar eins og í gær. Öll fyllumst við einhverri svakalegri orku sem við nýtum á misjafnan hátt. Ég fékk þá flugu í höfuðið að hlaupa upp á Esju. Ég þori nú varla að segja frá því þar sem ég hef alla mína tíð búið hér á höfuðborgarsvæðinu að þetta var í fyrsta skipti sem ég lagði leið mína á Esjuna. Þetta var vægt til orða sagt yndislegt, þvílíkt útsýni og frábær hreyfing. Ég fór reyndar ekki alveg upp á topp en ég geri það án efa næst!
Anna Rún mín hringdi svo í mig rétt áður en við hittumst á vakt á rúv í gærkveldi til að ath hvort að ég væri til í að rölta Esjuna með sér eftir vinnu! Anna Rún hefur einmitt aldrei gengið Esjuna! Við erum svo tengdar stundum að það getur verið alveg stórkostlegt! Bara næst dúlla!
Við vinkonurnar höfum einmitt átt þónokkuð margar samverustundir í vinnunni uppá síðkastið sem gerir vinnuna mun skemmtilegri. Við Vorum saman í verkefni í vikunni fyrir ÁTVR, sminkuðum þar starfsfólk fyrir heilsíðuauglýsingu sem birtist von bráðar. Baldur ljósmyndari tók myndirnar og var skotið á skemmtilegum stað við Bryggjuhverfið! Einnig höfum við verið saman nokkrar vaktir á rúv í vikunni.
Annars er allt gott að frétta, lífið gengur sinn vanagang! Húsið okkar gengur vonum framar, verðum væntanlega flutt inn vel fyrir jól ef þetta heldur áfram að ganga svona vel.
Stelpan var svo aðeins ofdekruð um helgina þegar bóndinn kom heim með nýjan bíl fyrir stelpuna sína! Algjörlega surprise!!! Ég er ennþá að jafna mig!!! Elsku litla toyotan mín hún Fjóla fær sem sagt að fjúka, en svona er lífið bara!
Eigið góðan dag öll sömul!
Kolla.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.6.2007 | 12:02
Reykingabann á veitingahúsum
Nú hefur reykingabann á skemmtistöðum og veitingahúsum tekið gildi og þvílík hamingja í mínu hjarta. Ég, sem aldrei hef reykt, þoli ekki að skreppa í bæinn og koma angandi heim þó maður rétt staldri við á staðnum. En nú er tíðin önnur og ég hlakka til að geta skroppið út án þess að koma heim eins og angandi öskubakki og þurfa að henda öllu í þvott og beint í sturtu áður en lagst er til hvílu. Thumbs up kæru reyklausu Íslendingar!
En að öðru, nú hefur hún Ásta Lovísa kvatt þennan heim og þvílíkur öðlingur sem þessi stúlka var. Ég votta fjölskyldu hennar og vinum alla mína samúð því missir þeirra er mikill. Ég trúði því statt og stöðugt að kraftaverkið gæti gerst og Ásta Lovísa með sinni elju gæti sigrast á þessum hræðilega sjúkdómi en raunin var önnur. Þetta sýnir manni að baráttuvilji hennar dugði ekki til því krabbameinið hafði betur og brá mér virkilega að frétta af andláti hennar. Við vorum jafngamlar og þessi stúlka var búin að ganga í gegnum svo margt á sinni stuttu ævi. Blessuð sé minning gullfallegrar stúlku, jafnt að innan sem utan.
Þökkum fyrir að vera til og draga andann á þessu fallega landi kæru lesendur því ekkert í þessu lífi er sjálfgefið :)
Knús á línuna,
Anna Rún.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 12:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)