5.9.2007 | 20:57
Hér er ég....
Ég er á lífi!
Góða kvöldið, ég er aldeilis oft búin að ætla mér að brjóta ísinn eftir bloggleti sumarsins og skrifa eina góða færslu! Var nú hinsvegar fyrst í dag að fá nettenginu hingað heim enda mátti það ekki seinna vera þar sem að skólinn er byrjaður. Núna er ég sem sagt tengd og hef enga afsökun! Ég hafði það hrikalega gott í sumarfríinu, eyddi mörgum góðum stundum í sveitinni minni og naut svo auðvitað bara veðurblíðunnar eins og öll þjóðin. En ég veit ekki hvað ég er að tala um sumarið núna því haustið ákvað bara að berja all hressilega á dyrnar og er mætt í öllu sínu veldi!
Eins og venjulega er nóg að gera á bænum. Það gengur glymrandi vel að kenna upp í Snyrtiakademíu, er með efnilegan byrjandahóp núna. Hinsvegar er það nú kannski að frétta að ég hef ákveðið að setja íþróttarskóna á hilluna ef svo má segja þar sem að ég ætla að hvíla mig á einkaþjálfuninni þennan veturinn sökum nýrra verkefna. Lífið getur alltaf tekið óvænta stefnu og það er það sem er svo frábært við lífið! Deili þessum breytingum frekar með ykkur síðar!
Skólinn í vetur verður vægt til orða spennandi, er í skemmtilegum fögum. Grafísk hönnun, kvikmyndagerð og fjölmiðlafræði er það sem við munum læra í vetur! Spennó spennó...
Við þrennan góða, ég, Anna Rún og Þórdís áttum yndislegan lunch í dag og tókum þá ákvörðun að drattast saman í ræktina tvo morgna í viku! Það verða góðir morgnar! Það verður gaman að fara á æfingu án þess að vera í "vinnunni".
Jæja, ég er allavega mætt aftur!
Kær kv, Kolla.
Athugasemdir
Hæ gaman að þú sért aftur farin að blogga!! Ég er að komast í rútínu með þetta líka núna. Annars þá væri ég alveg til í einn góðan Kollu lunch með öll tilheyrandi.
Skála bara við þig í huganum sæta mín hvort sem er í kaffi eða hvítu!
Miss u kv. LK
Lilja Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 20:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.