22.6.2007 | 11:30
Til lukku boltastelpur!!!
Úpps!!
Við erum ekki búnar að vera að standa okkur í blogginu uppá síðkastið! Það er nokkuð ljóst!
Mig langar að byrja á að óska landsliðinu okkar innilega til hamingu með glæstann sigur í gær!!! Þetta var frábært!
Annars er nóg að gera á bænum eins og alltaf!
Í morgun afhentum við nemendum snyrtiskólans einkunnirnar sínar, svo er útskrift hjá einum hópnum á morgun. Ég ætla einmitt að mæta kl 8 í fyrramálið og farða nokkrar skvísur. Svo var ég bara í þessum töluðu orðum að skila af mér innliti fyrir Hús og Hýbíli. Fékk að kíkja í ótrúlega skemmtilegt hús hjá hreint út sagt frábærri konu. Fylgjist endilega með því!
Við hjónin erum barnlaus þessa dagana þar sem litli gullmolinn okkar er upp í sumarbústað hjá ömmu sinni og afa. Ég fór með honum í sveitina í fyrradag og skildi hann svo eftir í gærmorgun. Ég verð nú að viðurkenna að þetta var hálf undarleg tilfinning. Við erum búin að vera svo hryllilega mikið saman við mæðginin upp á síðkastið! En hann unir sér vel í sveitinn, veiddi fyrsta fiskinn sinn í gær og sagði mér stoltur í símann hann hefði sko verið að veiða í svínavatni!!!
Ég ætla bara að hafa þetta stutt í dag, er að fara að hitta skvísu saumaklúbbinn minn í lunch!
Knús, Kolla.
Athugasemdir
Áttu þá saumaklúbb líka ekki með skvísum í?
Ætlarðu að leika við mig í næstu viku?
kiddi (IP-tala skráð) 25.6.2007 kl. 21:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.