Leita í fréttum mbl.is

Lifað og leikið í núinu

Nú held ég að sumarið sé komið enda ekki annað í boði þar sem júnímánuður er rétt handan við hornið.  Með hækkandi sól fylgir alltaf smá tiltekt og erum við hjónin búin að vera ansi iðin síðustu daga við að breyta og betrumbæta. Einnig voru garðhúsgögnin vakin af vetrardvalanum og höfum við notið þess að sitja hérna fyrir utan í góða veðrinu enda algjör pottur hér fyrir framan í skjóli.  Annars er ég búin að vera að vinna mikið síðustu daga, vann frá fimmtudegi til mánudags og var mestmegnis ein á þessum vöktum enda sleppur það þar sem Kastljós er ekki um helgar.  Það er alveg merkilegt hvað allir eru elskulegir þarna hjá Sjónvarpinu og förðunarherbergið er ef svo má segja "heiti potturinn" þar sem skemmtilegt spjall fer fram ýmist fyrir eða eftir útsendingar. 

Annars vil ég taka undir með henni Kollu minni og hvetja ykkur lesendur til að kíkja inn á bloggsíðuna hennar Ástu Lovísu.  Þessi stelpa er þvílík hetja og voru það forréttindi að fá að kynnast henni þegar við unnum saman forsíðuna á Ísafold.  Hún er svo einstök og dugnaður hennar og elja er öðrum til fyrirmyndar.  Við þurfum öll að læra að slaka á annað slagið og þakka fyrir hvern líðandi dag og læra svolítið að lifa í núinu en ekki alltaf vera að bíða eftir næsta verkefni til að leysa eða kvarta undan smámunum.  Knúsum börnin okkar og tjáum þeim væntumþykju okkar, gerum hluti með þeim sem við höfðum gaman að sem krakkar og leyfum þeim að finna að þrátt fyrir hraðann í þjóðfélaginu að þá höfum við tíma fyrir þau því ekkert er mikilvægara :)

Kvitterí.....

Anna Rún.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú hefur lög að mæla dúllan mín. Njótum hvers augnabliks, það er svo dýrmætt þar sem það líður svo fljótt. Hver vill ekki líta um öxl og sjá þar hrúgur af vel nýttum augnablikum? Og meðan við erum svo lánsöm að fá sífellt fleiri tækifæri til að nýta og njóta með ástvinum okkar þá megum við ekki gleyma okkur í öðrum blikum en þessu eina sanna!

Ragnheiður (IP-tala skráð) 30.5.2007 kl. 20:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Rún & Kolbrún Pálína
Anna Rún & Kolbrún Pálína
Vinkonudúettinn bloggar um fegurð hversdagleikans

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband