2.5.2007 | 19:48
Verkefnaflóđ
Ţađ er búiđ ađ vera nóg ađ gera í ţessari viku og alltaf gaman ađ fara í ný og ný verkefni. Ég skrapp t.d. á mánudaginn upp á Birting og farđađi Reyni Trausta fyrir sjónvarpsauglýsingu sem veriđ var ađ taka fyrir Mannlíf. Reynir er einhvern veginn fjölmiđla- og tímaritakóngur Íslands ađ mínu mati. Ţađ verđur ađ segjast ađ ţađ er alveg ótrúlegt ađ fylgjast međ ţessum manni og skođa og lesa eftir hann viđtöl. Hann fćr viđmćlandann algjörlega á sitt band og ţefar uppi ótrúlegustu frásagnir af tćrri snilld, ţađ eru fáir sem leika ţetta eftir honum - alla vega hér á Íslandi. Enda er Mannlíf eina fréttaritiđ hér á Fróni og hann má auđvitađ vera stoltur af ţví!
Í dag fór ég svo og hélt fyrirlestur fyrir um 60 manns hjá Iceland Express en ţó í tveimur hollum sem betur fer. Fyrri hópurinn var fyrir hádegi og sá seinni eftir hádegi. Í hópunum voru verđandi flugfreyjur og flugţjónar hjá félaginu og kom ţađ í minn verkahring ađ kenna ţeim viđeigandi "flugförđun". Ég fór einnig í gegnum almennt hreinlćti og hélt sýnikennslu auk ţess sem ég tók hverja og eina í stólinn og gaf ţeim góđ ráđ. Ţetta var bara gaman og flottir hópar en stelpurnar, reyndar voru 4 strákar líka, voru duglegar ađ spyrja og taka ţátt. Tíminn flaug áfram og ţađ eina sem ég fann fyrir var ađ röddin var ađ gefa sig enda var ég búin ađ tala stanslaust í um 5 tíma og rúmlega ţađ :) Ég uppskar alla vega klapp og ţakklćti eftir daginn og fólk gekk út međ bros á vör, og ţannig var tilgangi mínum náđ.
Annars er allt fínt ađ frétta, hlakka til ađ byrja í nćstu viku á nýja vinnustađnum og breyta ađeins til :)
Ţar til síđar kćru vinir,
Anna Rún.
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.