Leita í fréttum mbl.is

Fjölbreytilegt starf

Skrapp í gær að farða og stílisera fyrir forsíðu tímaritsins Fyrstu skrefin. Þetta er reyndar önnur forsíðan sem ég tek fyrir blaðið en ég sá um síðasta blað líka.  Þetta var skemmtileg myndataka og algjörir sprelligosar sem prýða forsíðuna að þessu sinni, kemur í ljós seinna.  Ég var einmitt að velta þessu fyrir mér í gær hvað starfið mitt er fjölbreytt og bíður upp á alls kyns möguleika.  Maður er alltaf að hitta nýtt fólk, lenda í ólíkum aðstæðum, farða ólíka karaktera og reyna á sig á svo ófyrirsjáanlegan hátt. Maður veit aldrei hvað getur komið upp á eða hvernig samvinnan gengur og maður þarf alltaf að vera tilbúinn að bjarga því sem bjarga þarf og redda öllu, að sjálfsögðu með bros á vör.  Förðunartaskan er líka stundum einna líkust First Aid kassa sem inniheldur allt frá A-Ö.  Jamm, þetta er bara gaman og auðvitað stundum krefjandi líka :) Það er ekki nóg að geta bara farðað, maður þarf að geta greitt hár og stíliserað en það finnst mér bara spennandi og gæti hugsað mér að taka einhvern tímann námskeið í því - bara svona upp á "fönnið".

Annars er bara allt fínt að frétta. Kem til með að taka um 8 vaktir í maí hjá Sjónvarpinu og verð að vinna um Hvítasunnuhelgina sem er bara ágætt þar sem við familían ætlum bara að vera heima og slaka á þá helgi. Get svo varla beðið eftir því að það fari að hlýna og daginn að lengja hér því það er fátt yndislegra en íslenskt sumar, göngutúrar í náttúrunni og bjartar nætur.

Góða helgi kæru vinir, njótið hennar vel með ykkar nánustu og munið að lifa lífinu lifandi með bros á vör :)

Túrelú, Anna Rún.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að hitta þig í eigin persónu dúllan

 *knús*

Soffia (IP-tala skráð) 27.4.2007 kl. 22:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Rún & Kolbrún Pálína
Anna Rún & Kolbrún Pálína
Vinkonudúettinn bloggar um fegurð hversdagleikans

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband