Leita í fréttum mbl.is

Yoko, páskarnir og flutningar!

yokoyokoyoko

Ég fékk það ótrúlega skemmtilega verkefni í vikunni að farða enga aðra en sjálfa Yoko Ono.

Yoko var stödd á landinu í örfá daga að þessu sinni og ég skaust til hennar upp á Nordica hotel og farðaði hana.  Yoko er orðin 74 ára gömul sem er hreint ótrúlegt að trúa.  Hún er létt á fæti, stórglæsileg og gefur frá sér mikla útgeislun.  Mér fannst frábært að fá að hitta þessa stórkostlegu konu enda á hún mikla sögu að baki.

 

Fleira skemmtilegt er að gerast í vinnumálum hjá mér en að því síðar!

Nú er mín byrjuð að pakka búslóðinni í kassa, við lönduðum leiguíbúð núna í kvöld.  Fengum huggulega íbúð í 104.  Það verður bara skemmtileg tilbreyting að prófa að búa þar í smá tíma.  Þetta hefði ekki mikið seinna mátt vera enda eigum við að afhenda húsið þann 1. maí.  Svo er bara að ráðast í að byggja framtíðarhúsið í Leirvogstungunni.  Þetta verður smá púl en vonandi allt þess virði þegar þetta er yfirstaðið! 

Páskarnir voru yndislegir fyrir utan veikindi Sigga litla sem náði sér í upp og niður pest miðvikudaginn fyrir páska og var hálf druslulegur alla páskana greyið!  Við vorum í sveitasælunni allann tímann og tókum á móti mikið af góðum gestum! Christina og Hlín vinkonur byrjuðu á að kíkja til okkar með börnin og voru hjá okkur í sólahring. Það var svo svakalega notarlegt hjá okkur.  Við gerðum nánast ekkert annað en að spalla og borða góðan mat jú og drekka nokkra kokteila.  Hoppuðum aðeins á trampolíninu, skelltum okkur í pottinn með góða tónlist, maska og já fleira sem að verður ekki uppgefið hér!  Gerðar voru andlitsæfingar og grettur til að koma í veg fyrir hrukkur Pinch og svo náðum við einum góðum göngutúr.  Sem sagt endurnærðarar Smile  Þar á eftir komu Ingi, Eyja og börn, þau voru hjá okkur eina nótt.  Svo tóku mamma og pabbi við og voru í tvær nætur.  Alli bróðir og Sandra kíktu í Páskamat, Inga, Óli og börn kíktu í kaffi. Gummi og Berglind og litli kútur líka og svo fékk ég eina sex snjósleðagarpa i kaffi eftir ævintýri sín sem sagt nóg að gera.  Pabbi fór á kostum í eldhúsinu.  Hreindýr, rjúpur og með því.  Hann kann sitt fag karlinn!!!  Að sjálfsögðu þurftir maður svo að borða yfir sig af páskaeggjum!  Eins og maður hafi aldrei komist í súkkulaði áður!  Ég hef ekki snert gotterí síðan ég kom heim,  ég fékk alveg meira en nóg! Shocking 

Við mæðginin verðum ein heima alla helgina þar sem húsbóndinn er útá landi.  Við ætlum að hafa það hrikalega kósý, kannski skreppa í húsdýragarðinn og á kaffihús á milli þess sem að við höldum áfram að pakka og gera hreint!

Hafið þið það sem allra best um helgina.

Kveðja

Kolla Tounge

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Rún & Kolbrún Pálína
Anna Rún & Kolbrún Pálína
Vinkonudúettinn bloggar um fegurð hversdagleikans

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband