30.3.2007 | 09:00
Ég á afmæli í dag :)
Jæja, þá er maður kominn inn í nýtt afmælisár. Vaknaði í morgun kl. 7 við fagran söng barnanna minna sem sungu hátt og snjallt að mamma væri orðin 31. ÁRA, eins og þau sungu það þessar elskur. Elska þessa afmælismorgna og þætti ekki leiðinlegt að vakna svona á hverjum degi. Eftir kossana og knúsin frá börnunum og manninum fékk ég svo fallega skreyttan pakka. Sonur minn var búinn að perla Leu prinsessu sem svo fagurlega hékk í slaufunni og í pakkanum var gullfallegt fiðrildagullhálsmen, sem ég var búin að mæna á í búðinni í nokkra mánuði, þeir hafa ótrúlegt minni þessar menn, en Maggi skráði þessa löngun mína í hálsmenið greinilega í langtímaminnið sitt og vá hvað ég var hamingjusöm. Svo var ég búin að fá miða á tónleikana með Josh Groban og í pakkanum voru líka 2 geisladiskar með kappanum. Oh, þetta var bara æðislegt. Er svo búin að fá þennan flotta Kitchen Aid blandara frá tengdaforeldrum mínum en hann var alveg kærkominn undir booztið mitt á morgnana. Svo fór ég með mömmu í gær og valdi mér útivistarjakka, hvítan, mjög flottan svo það má með sanni segja að maður sé að fá draumagjafirnar. Takk fyrir mig allir saman.
Í kvöld á svo að hafa bara smá afmælisteiti yfir X-Factornum en það nánasta ætlar að kíkja á mig og stefni ég á að baka mínar margrómuðu speltpizzur og hafa ávaxtabombu í eftirrétt ásamt skúffuköku fyrir krakkana. Á morgun erum við familían að fara í fermingu og svo förum við hjónin beint í þrítugsafmæli um kvöldið þar sem diskóþemað ræður ríkjum, maður á bara eftir að finna sér viðeigandi búning. Svo tekur við önnur ferming á sunnudaginn svo það má með sanni segja að maður hafi nóg að gera þessa helgina.
Hef þetta ekki lengra í bili. Velkomin heim Kolla mín :)
Knús og kvitterí og góða helgi......
Anna Rún
Færsluflokkar
Eldri færslur
Bloggvinir
Af mbl.is
Erlent
- Lagt til að fátækari þjóðum verði hjálpað
- Á sjötta tug látnir eftir loftárásir Ísraela
- Bert veldur miklu raski á Bretlandseyjum
- Einn handtekinn eftir að kona fannst látin
- Erdogan fagnar handtökuskipuninni
- Finnair aflýsir 300 flugferðum vegna verkfalla
- Pútín reynir allt til að forðast aðra herkvaðningu
Athugasemdir
Til hamingju með daginn þinn elsku dúllan :)
*knús*
Soffia
Soffia (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 12:04
Innilega til hamingju með daginn :) Við bötnum sko bara með hverju árinu... Bestu kveðjur frá Margréti Örnu og nýfæddu dótturinni Nínu Rakel. Hlakka til að hittast í maí!
Margrét Arna (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 13:50
Til hamingju með daginn elsku vinkona
Knús Hafdís
Hafdís Helgadóttir (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 14:29
Til hamingju með afmælið darling!!
Knús og kreist,
Ragnheiður
Ragnheiður (IP-tala skráð) 31.3.2007 kl. 18:35
Takk elsku vinkona. Innilega til hamingju með afmælið elsku Anna Rún mín. Hlakka til að hitta þig og smella á þig einum rembingskossi!
Love Kolla PH
Kolla PH (IP-tala skráð) 31.3.2007 kl. 23:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.