Leita í fréttum mbl.is

Miðar á Josh Groban

Jamm, þvílíkt stress. Var sest niður við tölvuna rétt fyrir kl. 10 í morgun þar sem ég kappkostaði við að reyna að fá miða fyrir mig og manninn minn á Josh Groban tónleikana en forsalan hófst í morgun.  Við Maggi sátum við sitthvora tölvuna á sitthvorum staðnum og reyndum að fá miða hlið við hlið en sætin sem við fengum alltaf uppgefin voru á kolómögulegum stað. Svo allt í einu pompuðu upp miðar á 10. bekk og ég var ekki lengi að stökkva á þá á meðan Maggi var hinum megin á símalínunni að reyna að athuga hvort eitthvað betri birtist. En um leið og ég var búin að ganga frá greiðslunni var orðið uppselt á tónleikana í forsölunni, JÁ Á INNAN VIÐ MÍNÚTU SELDUST 700 MIÐAR. Ji, hvað ég var glöð að hafa náð að klófesta þessa miða en þetta var það eina sem ég vildi fá frá manninum mínum í afmælisgjöf núna á föstudaginn.  Tónleikarnir eru svo 16. maí og ég er strax farin að hlakka til enda þessi söngvari í miklu uppáhaldi.

Annars er allt fínt að frétta, fór að vinna á sunnudagsmorgun kl. 7, svona frekar í fyrri kantinum, en fermingarnar eru byrjaðar og því nóg að gera í sminkinu.  Reyndar hef ég þurft að neita nokkrum sem vilja fá förðun um næstu helgi en hún er svo bókuð hjá mér að ég get bara ekki tekið farðanir þessa helgi, sorry elskurnar mínar!!!!!!

Vona að þú eigir góða ferð heim Kolla mín og hlakka auðvitað þvílíkt til að sjá þig.

Kvitterí.......

Anna Rún í hæstu hæðum eftir miðakaupin :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ég er bæði græn og gul af öfund. Á tvo diska með honum og just love him. Hef heyrt að tónleikar með honum sé alltaf magnaðir og gæsahúðin í aðalhlutverki. kveðja, miss öfundsjúk

Jóna Á. Gísladóttir, 28.3.2007 kl. 13:32

2 identicon

Einhvern veginn minnir mig að þú eigir afmæli í dag Anna Rún.

Til hamingju með daginn mín kæra.

Ef ég er eitthvað að rugla...þá ber ég fyrir mig brjóstamjólkurþoku

B

Birta Rós Arnórsdóttir (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 08:21

3 identicon

Hhahahahahham, er svo mikið nörd.  Las síðan færsluna almennilega og sé að auðvitað áttu afmæli í dag.  Sko mig!!!

Til hamingju með afmælið!

B

Birta Rós Arnórsdóttir (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 08:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Rún & Kolbrún Pálína
Anna Rún & Kolbrún Pálína
Vinkonudúettinn bloggar um fegurð hversdagleikans

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband