Leita í fréttum mbl.is

Sólin er yndisleg!

Elsku Anna Rún og þið hin!

Það er vægast sagt búið að vera nóg að gera í þessum mánuði!

Yndislega vel heppnuð sumarbústaða ferð með glymrunum er yfirstaðin.  Einnig ævintýraferð til kaupmannahafnar í síðustu viku.  Sýndi þar á geggjaðri sýningu sem að Yasmine stjórnaði eins og henni einnig er lagið. Oasis var að opna glæsilega verslun á Srikinu og af því tilefni fór 12 manna vel valinn hópur út og setti upp glæsilega sýningu.  Elín Reynirs sá um förðun, Selma skvísa um hár, það voru 4 geggjaðir dansarar og svo vorum við 4 að sýna föt.  Vorið tók á móti okkur og það er óhætt að segja að maður hafi fengið algjöra vítamín sprautu við að kíkja til Köben.

Núna er ég hinsvegar stödd í Florida og ákvað að senda smá kveðju!  Hér er vægast sagt yndislegt að vera.  Veðrið er búið að leika við okkur og börnin eru í algjöru hamingjukasti.  Þau henda sér útí laugina að morgni, koma upp úr öðru hvoru til að nærast og hendast útí aftur!  Við erum hérna saman komnar þrjár fjölskyldur í geggjuðu húsi.  Hér er disney stíllinn ríkjandi og brjálað þema í hverju herbergi börnunum til mikillar gleði!  Það er aðeins búið að kíkja í búðir þó ekki mikið enda er engöngu verið að slaka á, borða góðan mat og svo er nú reyndar búið að fara út að hlaupa tvisvar!!!  Maður þykist vera í góðu formi, svo þegar maður kemur í svona hita er maður alveg ómugulegur!  Það er samt alveg yndislegt að geta hlaupið í svona góðu veðri!  Jæja, við fullorðna fólkið ætlum að skella okkur á einhvern braselískan veitingarstað í kvöld!

Bið innilega að heilsa, sendi HLÝJAR kveðjur til ykkar allra!

 Kolla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Rún & Kolbrún Pálína
Anna Rún & Kolbrún Pálína
Vinkonudúettinn bloggar um fegurð hversdagleikans

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband