22.3.2007 | 12:39
Letiveður og öðruvísi verkefni.
Maður er nú hálf latur í þessu veðri, það verður að segjast og mér verður hugsað til hennar Kollu sem er að spóka sig núna úti á Flórída með familíunni, vona að þau hafi það súper gott :) Annars er það að frétta að nú er fjölskyldan á mínum bæ að rétta úr sér eftir veikindi og ég dreif mig, enn hálf slöpp þó, í verkefni á þriðjudagsmorgunn þar sem ég kenndi nokkrum konum á mömmumorgni í Seljakirkju að farða sig. Þarna voru samankomnar svona 10 skvísur og var þetta hinn fínasti hópur kvenna á öllum aldri. Ég sýndi þeim bara létta og auðvelda dagförðun, talaði um almennt hreinlæti og húðhreinsun og gaf þeim svo fullt af leyndum ,,bjútí- tipsum" sem gera gæfumuninn þegar maður er flýta sér út á morgnana með börnin á handleggnum :) Þær fengu svo að skoða vörurnar mínar eða dótakassann minn eins og þær kölluðu hann og skrifuðu hjá sér nöfnin á flottum litum og meikum sem þær ætluðu svo að nálgast sjálfar. Þetta var bara mjög skemmtilegt og öðruvísi og ég væri alveg til í að fara í svona verkefni aftur, maður fer kannski bara að gera bisness úr þessu - enda nóg af mömmumorgnum út um allt :)
Knús á línuna,
Anna Rún.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.