8.3.2007 | 10:02
Menningarsjokk og Glymruhittingur í sumó
Hæ, kæru vinir........
Átti svoleiðis æðislega ferð til Amsterdam um síðustu helgi. Visakortið fékk að kenna á því en þó helst í H&M þar sem ég var valin viðskiptamaður mánaðarins held ég eftir að hafa tæmt barnafatadeildina :) Þvílíkt verðlag og það fær mann til þess að hugsa að barnafatnaður á Íslandi ætti að vera án virðisauka en það munar einmitt því í verði á milli landa. Við nutum hverrar mínútu úti, Maggi og samstarfsfélagar voru á ráðstefnu og við konurnar (makarnir) nýttum tímann vel, versluðum, fengum okkur gott að borða - smakkaði m.a. eitt besta kjúklingasalat sem ég hef fengið - og yfir höfuð er maturinn í Hollandi mjög góður. Einnig skelltum við okkur í siglingu að kvöldlagi um síkin og það ætlaði allt um koll að keyra í bátnum þegar siglt var í gegnum rauða hverfið. Þar stóðu vændiskonurnar í sínum bleikupplýstu gluggum og dilluðu sér á nærbrókunum einum saman. Það er nú hægt að líkja þessari upplifun við hálfgert menningarsjokk því þetta eru ungar stúlkur sem varla eru orðnar fullþroska og svo horfir maður á sveitta miðaldra karla ganga út frá þeim og renna upp buxnaklaufinni á meðan stúlkurnar spreyja loftið með einhverjum ilm í brúsa svona rétt eins og til að eyða ummerkjunum eftir þennan viðskiptavin og gera sig tilbúnar fyrir þann næsta.............frekar skelfilegt!!!!!!!!!!
En margt er hægt að skoða en við höfðum nú ekki svo langan tíma. Mig langaði að skoða hús Önnu Frank og fara á Van Gogh og Rembrandt söfnin en tíminn var naumur og biðraðirnar svo langar að ekki tók því. Við fórum þó fjögur saman, við Maggi, Halla og Hlífar, á Madame Tusseau vaxmyndasafnið og eins á n.k. Dýflissu- og Draugasafn þar sem við Halla bókstaflega dóum næstum því úr hræðslu. Túrinn um safnið tekur um 80 mínútur þar sem lifandi leikarar í miður fríðum gervum hræða líftóruna úr safngestunum á meðan farið er í gegnum pyntingarsögu mannkynsins niðri í dimmri dýflissu. Jamm, ég var alla vega guðs lifandi fegin þegar ég gekk út úr safninu heil á húfi :)
Vikan hefur svo farið í enn ein veikindin á heimilinu þar sem strákurinn minn náði sér í streptókokka og heiftarlega hálsbólgu og svo í dag fór hann fyrst á leikskólann en þá tók stelpan við og kastaði svoleiðis upp lungu og lifur í nótt svo hún er heima í dag í kósíheitum með mömmu sinni. Ég er því þvílíkt farin að hlakka til að kíkja upp í bústað til hennar elsku Kollu minnar á morgun þar sem við Glymrurnar, sminkuhópurinn hressi, ætlum að fara í dekurferð og gista yfir eina nótt. Þetta verður bara gaman og við stefnum á að leggja snemma af stað í fyrramálið. Við Kolla eigum svo pottþétt eftir að segja frá þessu eftir helgi og skella inn nokkrum myndum.
En þið hin, eigiði góða helgi með hækkandi sól og minnkandi frosti.
Knús og kvitterí..........
Anna Rún.
Færsluflokkar
Eldri færslur
Bloggvinir
Af mbl.is
Innlent
- Segir Hörpuáhrifin mikil á íslenskt samfélag
- Þrúgandi þögn í þinginu
- Forgangsraða sparnaði fram yfir öryggi
- Meinsemd sem nauðsynlegt er að bregðast við
- Þingmaður lýsti sjálfsvígshugsunum á meðgöngu
- Ekið á manneskju á hlaupahjóli
- Markmiðið að stoppa umferðina
- Kom ekki til greina að banna samkomuna
- Dómur í stóra vaxtamálinu innan fjögurra vikna
- Endurheimt votlendis hagkvæmust
Erlent
- ESB hyggst skella tolli á ísraelskar vörur
- Grunaður um aðild að ráni á börnum
- Fjárhættuspil seiða danska nemendur
- Frestar TikTok-banni enn á ný
- Börn lokast ítrekað inni í Tesla Y
- Meintar handsprengjur í stigagangi
- Trump-hjónin lent í Bretlandi
- Telja eldinn hafa kviknað á verönd
- Pólverjar líta sér nær eftir orð Trumps
- Skildi eftir bréf til herbergisfélagans
Fólk
- Saoirse Ronan orðin móðir
- Kalla eftir upplýsingum um verk eftir Ísleif
- Redford: Fimm af þeim vinsælustu
- Þekktur tónlistarframleiðandi fannst látinn
- Leikarinn Robert Redford látinn
- Barbie beraði bossann á rauða dreglinum
- Fyrsti svarti maðurinn til að giftast inn í evrópska konungsfjölskyldu
- Fataval Stalter hneykslaði hátíðargesti
- Víkingur ausinn lofi í Noregi
- Tinder-svindlarinn handtekinn
Íþróttir
- Líklegra að Manchester United falli
- Myndskeið: Breki er mikill karakter
- Annað tap Íslandsmeistaranna
- United-banarnir áfram Palace vann í vítaspyrnukeppni
- Hákon úr skúrki í hetju
- Tottenham vann með skrautlegu sjálfsmarki
- Myndskeið: Sara var ótrúleg í leiknum
- Íslendingaliðið áfram í Króatíu
- Dæma í Meistaradeildinni
- Myndskeið: Jóhanna best í 2. umferðinni
Athugasemdir
Ég man eftir þessari upplifun í Amsterdam. Langaði helst að bjarga öllum stelpunum úr þessum viðbjóði.
Hlakka til að eyða plentí monní í H&M, ætla að skella mér í smá sjoppíng í vor.
Góða skemmtun um helgina,
B
Birta Rós (IP-tala skráð) 9.3.2007 kl. 12:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.