4.3.2007 | 13:21
Góð vika!
Hola hola...
Það er gaman að segja frá því að þetta var viðburðarrík vika hjá okkur Önnu Rún!
Blöðin komu út hvert á fætur öðru og við áttum þar nokkur verk, bæði skrif og farðanir!
Mig langar að byrja á að segja ykkur frá frábæru innliti sem að ég kíkti í fyrir Hús og híbýli.
Ég heimsótti æskuvin minn hann Henrý Þór ! Henrý er bakarameistari með meiru og ótrúlega skemmtilegur strákur! Endilega kíkið á það!
Later... Kolla
Hið langþráða eldhúsblað Húsa og híbýla er loksins komið út!
Tímaritið Hús og híbýli er að venju stórglæsilegt og að þessu sinni fjöllum við um allt sem tengist eldhúsum, að sjálfsögðu eru svo föstu þættirnir á sínum stað, svo sem Spurt og svarað, Smekkfólkið og Uppáhaldshúsið. Blaðið að þessu sinni er óvenju stórt eða 132 síður.
Allan mánuðinn hefur ritstjórn Hús og híbýla verið á faraldsfæti að skoða eldhús landsmanna. Í eldhúsblaðinu er meðal annars hægt að sjá inn í um tuttugu íslensk eldhús, fræðast um erlenda strauma, kynna sér ofurgræjur og sjá eldhúsinnréttingatillögur eftir sömu teikningum frá nokkrum íslenskum söluaðilum. Þannig fá lesendur innsýn í 30 eldhús. Við skoðum það sem við viljum kalla Hið nýja eldhús
... Hið nýja eldhús er flennistórt með öllum nýjasta tækjabúnaði sem völ er á en einnig með veglegu borðstofuborði svo að allir komist vel fyrir. Hið nýja eldhús er nefnilega orðið á stærð við stofuna og fylgir henni fast á eftir í samkepnninni um vinsælasta samveruherbergið í húsinu. Í eldhúsinu viljum við nú koma saman og laga mat á meðan við ræðum við gestina og sinnum börnunum við heimanámið. Eldhúsið hefur breyst úr því að vera einkaherbergi húsfreyjunnar í fjölnotaherbergi allrar fjölskyldunnar þar sem við reynum að nýta þær fáu stundir sem við hödum til samveru við fjölskyldu okkar, á tímum endalausrar vinnu og áhugamála... Njótið samverunnar!
Þá er einnig kíkt í nokkur innlit, meðal annars til bakarans Henrýs Þórs Reynissonar sem býr í skemmtilegri piparsveinaíbúð í miðbænum. Hann hefur komið víða við, m.a. bakað fyrir Beckham-hjónin og vann nýlega samkeppni um Köku ársins og er að flytja til Flórída til að stofna bakarí.
Sushi hefur farið eins og eldur í sinu um heiminn síðustu árin og er Ísland þar engin undantekning. Fylgihlutir þessarar japönsku matarmenningar eru ekki síður fyrir augað en sushi-ið sjálft og er hægt að finna glæsilegan sushi-borðbúnað í búðum bæjarins.
Færsluflokkar
Eldri færslur
Bloggvinir
Af mbl.is
Innlent
- Segir Hörpuáhrifin mikil á íslenskt samfélag
- Þrúgandi þögn í þinginu
- Forgangsraða sparnaði fram yfir öryggi
- Meinsemd sem nauðsynlegt er að bregðast við
- Þingmaður lýsti sjálfsvígshugsunum á meðgöngu
- Ekið á manneskju á hlaupahjóli
- Markmiðið að stoppa umferðina
- Kom ekki til greina að banna samkomuna
- Dómur í stóra vaxtamálinu innan fjögurra vikna
- Endurheimt votlendis hagkvæmust
Erlent
- ESB hyggst skella tolli á ísraelskar vörur
- Grunaður um aðild að ráni á börnum
- Fjárhættuspil seiða danska nemendur
- Frestar TikTok-banni enn á ný
- Börn lokast ítrekað inni í Tesla Y
- Meintar handsprengjur í stigagangi
- Trump-hjónin lent í Bretlandi
- Telja eldinn hafa kviknað á verönd
- Pólverjar líta sér nær eftir orð Trumps
- Skildi eftir bréf til herbergisfélagans
Fólk
- Saoirse Ronan orðin móðir
- Kalla eftir upplýsingum um verk eftir Ísleif
- Redford: Fimm af þeim vinsælustu
- Þekktur tónlistarframleiðandi fannst látinn
- Leikarinn Robert Redford látinn
- Barbie beraði bossann á rauða dreglinum
- Fyrsti svarti maðurinn til að giftast inn í evrópska konungsfjölskyldu
- Fataval Stalter hneykslaði hátíðargesti
- Víkingur ausinn lofi í Noregi
- Tinder-svindlarinn handtekinn
Íþróttir
- Líklegra að Manchester United falli
- Myndskeið: Breki er mikill karakter
- Annað tap Íslandsmeistaranna
- United-banarnir áfram Palace vann í vítaspyrnukeppni
- Hákon úr skúrki í hetju
- Tottenham vann með skrautlegu sjálfsmarki
- Myndskeið: Sara var ótrúleg í leiknum
- Íslendingaliðið áfram í Króatíu
- Dæma í Meistaradeildinni
- Myndskeið: Jóhanna best í 2. umferðinni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.