26.2.2007 | 18:27
Hækkandi sól...
Halló allir saman á þessum gullfallega degi...
Þá er enn ein helgin liðin og vinnuvikan skollin á. Átti ljúfa helgi í sveitinni, tókum heljarinnar tiltekt á lóðinni í góða veðrinu á laugardaginn og fengum góða gesti á sunnudaginn!
Var mætt upp í förðunarskóla á hádegi í dag til þess að fara yfir tæplega 20 vinnumöppur og ganga frá einkunum! Sat einmitt yfir bóklegu förðunarprófi á föstudaginn síðasliðinn. Alltaf nóg að gera upp í skóla. Svo skemmir nú ekki fyrir hvað þær eru alltaf hressar þær elsku Lára mín og Inga Kolbrún.
Við Anna Rún rúlluðum í létta heimsókn upp á Birting í síðustu viku, áttum þar létt spjall við Reynir Trausta og Ingibjörgu. Þar var allt á fullu enda starfa nú öll blöðin undir sama hatti!
Jæja, bið að heilsa í bili...
Vonandi gekk vel með verkefnið í dag Anna Rún mín!
Kær kveðja, Kolla kvebbalingur!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.