Leita í fréttum mbl.is

Til lukku með daginn kæru konur!

Til lukku með daginn kæru konur. Ég vona að konudagurinn verði ykkur góður!

Ég er stödd í sveitinni minni með prinsunum mínum, veit lítið betra en að koma hingað og hlaða batteríin eftir annasama viku.

Myndatakan fyrir Ísafold á föstudaginn gekk mjög vel,  Gúndi tók myndirnar og skvísurnar á Hárný sáu um hárið.  Ég farðaði forsíðustúlkuna sem einning er í stóru viðtali inn í blaðinu.  Förðunun var gerð algjörlega í samvinnu við forsíðustúlkuna enda mikilvægt að fólki líði vel þegar það er myndað fyrir svona viðtöl.  Ég gerði brúnt fallegt smokey og nude varir. Það var góð stemmning upp á blaði enda mikið af góðu fólki þar saman komið og mikið að gerast.  Átti gott spjall við Reynir Traustason sem er alltaf bara eitthvað svo frábær, enda er ekki hægt að segja nei við þann mann.  Maður vill allt fyrir Reynir gera.

Annars var vikan mjög góð. Ég var einstaklega dugleg að læra. Ég skilaði öðru innlitinu mínu inn í blaðið Hús og Hýbíli.  Ótrúlega skemmtileg vinna það.  Ég sá um eskimo námskeiðin þessa vikuna, var með fyrilestur um framkomu, æfði gönguna fyrir tískusýninguna þeirra og svo tók ég létta sýnikennslu í förðun.  Það er alltaf jafn gefandi að hitta þessar frábæru ungu stúlkur sem eiga sér stóra drauma og ætla sér langt í lífinu.  Á fimmtudaginn var svo lokapróf í förðun hjá hópnum mínum upp í snyrtiskóla og gekk það bara nokkuð vel hjá skvísunum!  Prófað var í kvöldförðun, auðvitað er mismikið lagt í sölurnar en í heildina var ég ánægð með stelpurnar mínar. 

Úr skyldunni í smá gleði þá skelltum við hjúin okkur í leikhús á fimmtudaginn.  Við sáum Pabbann með Bjarna Hauki í Inó.  Maðurinn er auðvitað bara snillingur.  Salurinn hló alla sýninguna.  Þetta hitti allt svo í mark hjá honum, sérstaklega þegar maður er búin að ganga í gegnum meðgöngu, fæðingu og allt þar á eftir.  Mæli eindregið með þessari sýningu!

Bið að heilsa í bili.... Kolla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

innilega til hamingju með flottu síðuna ykkar.

Ég er reglulegur gestur hér.

Kær kveðja Hafdís (vinkona Önnu Rúnar)

Hafdís (IP-tala skráð) 25.2.2007 kl. 21:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Rún & Kolbrún Pálína
Anna Rún & Kolbrún Pálína
Vinkonudúettinn bloggar um fegurð hversdagleikans

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband