Færsluflokkur: Lífstíll
17.2.2007 | 18:43
Vinnuhelgi og Júróvisíon
Enn ein helgin komin og smá vinnuhelgi í þetta sinn. Fór í hádeginu að farða 4 konur fyrir brúðkaup. Alltaf gaman að taka þátt í þessum degi með fólki, visst stress og mikil eftirvænting í bland. Fór svo um fjögurleytið að kíkja á brúðina og tékka á því hvort förðunin hennar væri í lagi en hún ákvað að farða sig sjálf, enda förðunarfræðingur og einn af mínum gömlu nemendum, en hún þurfti samt smá lokasamþykki frá mér þessi elska :) Hún var auðvitað stórglæsileg með gerviaugnhár og alles. Vá, og kjóllinn hennar var algjört æði, bara innilega til hamingju Harpa mín!! Annars er ég búin að vera í vinnupásu þessa viku því stelpan mín nældi sér í skarlatssótt svo ég hafnaði tveimur vinnudögum með Fiann ljósmyndara og líka auglýsingu fyrir Ísafold sem átti að taka í gær. Kolla skvísa tók svo forsíðuna í gær fyrir marsblaðið, hlakka til að sjá útkomuna enda algjör drottning á forsíðunni en Kolla sá um stíliseringuna líka :). Annars er gaman að segja frá því að við Kolla höfum átt allar forsíðurnar hjá Ísafold á þessu ári og alla tískuþætti auðvitað líka :)
Já, og svo er Evróvision, eða Júróvisíon eins og ég vil bera það fram, í kvöld. Auðvitað á að hafa það kósí fyrir framan imbann í kvöld og fylgjast spenntur með en Ragnheiður vinkona á textann við lagið hans Jónsa sem bróðir hennar Trausti samdi. Auðvitað heldur maður með sinni konu og vonast til þess að hún vinni. En af öðrum lögum finnst mér lagið hans Friðriks Ómars líka vera ekta Júróvisíon lag og finnst það frekar sigurstranglegt. Við sjáum hvað setur en áfram Ragnheiður/Trausti/Jónsi..................
En góða helgi allir og gangiði hægt um gleðinnar dyr.
Over and out, Anna Rún.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.2.2007 | 02:06
Förðunartvennan...
Halló halló...
Velkomin á síðuna okkar.
Við erum tvær ungar og lífsglaðar stúlkur sem eigum það sameiginlegt að vera förðunarmeistarar að mennt og störfum þar að auki mikið við tísku, skrif og margt, margt fl. Við höfum ákveðið að sameina krafta okkar hér á þessari bloggsíðu og deila með ykkur því sem við erum að bralla.
Við höfum starfað saman síðustu mánuði sem förðunarkennarar hjá Snyrtiakademíunni og þar hófust okkar frábæru kynni.
Það er vel við hæfi að byrja þessa fyrstu færslu að segja ykkur frá því að ég er að skutlast í skemmtilegt verkefni á vegum Ísafoldar núna á eftir. Er að fara að farða fyrir næstu forsíðu ásamt því að sjá um stíleseringu að þessu sinni líka. Er að fara að farða algjöra drottningu en það kemur fljótlega í ljós hver hún er.....
Þangað til næst.....
Kolla
Lífstíll | Breytt 17.2.2007 kl. 18:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)