Færsluflokkur: Lífstíll
5.9.2007 | 20:57
Hér er ég....
Ég er á lífi!
Góða kvöldið, ég er aldeilis oft búin að ætla mér að brjóta ísinn eftir bloggleti sumarsins og skrifa eina góða færslu! Var nú hinsvegar fyrst í dag að fá nettenginu hingað heim enda mátti það ekki seinna vera þar sem að skólinn er byrjaður. Núna er ég sem sagt tengd og hef enga afsökun! Ég hafði það hrikalega gott í sumarfríinu, eyddi mörgum góðum stundum í sveitinni minni og naut svo auðvitað bara veðurblíðunnar eins og öll þjóðin. En ég veit ekki hvað ég er að tala um sumarið núna því haustið ákvað bara að berja all hressilega á dyrnar og er mætt í öllu sínu veldi!
Eins og venjulega er nóg að gera á bænum. Það gengur glymrandi vel að kenna upp í Snyrtiakademíu, er með efnilegan byrjandahóp núna. Hinsvegar er það nú kannski að frétta að ég hef ákveðið að setja íþróttarskóna á hilluna ef svo má segja þar sem að ég ætla að hvíla mig á einkaþjálfuninni þennan veturinn sökum nýrra verkefna. Lífið getur alltaf tekið óvænta stefnu og það er það sem er svo frábært við lífið! Deili þessum breytingum frekar með ykkur síðar!
Skólinn í vetur verður vægt til orða spennandi, er í skemmtilegum fögum. Grafísk hönnun, kvikmyndagerð og fjölmiðlafræði er það sem við munum læra í vetur! Spennó spennó...
Við þrennan góða, ég, Anna Rún og Þórdís áttum yndislegan lunch í dag og tókum þá ákvörðun að drattast saman í ræktina tvo morgna í viku! Það verða góðir morgnar! Það verður gaman að fara á æfingu án þess að vera í "vinnunni".
Jæja, ég er allavega mætt aftur!
Kær kv, Kolla.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 21:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.8.2007 | 11:35
Sumarfríið á enda og bloggletin kvödd
Hola allir!
Bloggfríið okkar Kollu er senn á enda og við vildum bara láta vita að við stöllurnar erum á lífi og búnar að hafa það extra gott í sumarfríinu. Ég skrapp með fjölskyldunni til Lanzarote og vorum við þar í hálfan mánuð í geggjuðu veðri og frábæru fríi. Við höfðum það svo gott, vorum á fimm stjörnu + hóteli með öllu, þvílíkur munaður og erfitt að koma heim og þurfa sjálfur að búa um og elda :) Maður gæti sko alveg vanist svona þjónustu. Ferðin gekk glimrandi vel og allir frískir, kátir, sólbrúnir og endurnærðir eftir dvölina. Við hjónin erum alveg á því að fara þangað aftur einhvern tímann. Um versló fórum við svo í sumarbústaðinn okkar og stórfjölskyldan mín var þar samankomin. Þar var keppt í hinu árlega kubbakasti, þar sem mitt lið varð Þingvallameistari þetta árið, farið í göngutúra, spilað út í hið óendanlega, borðað og aftur borðað, sungið, leikið og dansað. Þvílíkt fjör og skemmtilegasta ættarmót sem ég fer á.
En eftir versló tók veruleikinn aftur við, vinnan og hversdagsleikinn en eftir allt er alltaf gott að komast í rútínuna sína aftur, maður getur líka orðið þreyttur á fríinu.................... :)
Þar til síðar......
Anna Rún.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.6.2007 | 11:30
Til lukku boltastelpur!!!
Úpps!!
Við erum ekki búnar að vera að standa okkur í blogginu uppá síðkastið! Það er nokkuð ljóst!
Mig langar að byrja á að óska landsliðinu okkar innilega til hamingu með glæstann sigur í gær!!! Þetta var frábært!
Annars er nóg að gera á bænum eins og alltaf!
Í morgun afhentum við nemendum snyrtiskólans einkunnirnar sínar, svo er útskrift hjá einum hópnum á morgun. Ég ætla einmitt að mæta kl 8 í fyrramálið og farða nokkrar skvísur. Svo var ég bara í þessum töluðu orðum að skila af mér innliti fyrir Hús og Hýbíli. Fékk að kíkja í ótrúlega skemmtilegt hús hjá hreint út sagt frábærri konu. Fylgjist endilega með því!
Við hjónin erum barnlaus þessa dagana þar sem litli gullmolinn okkar er upp í sumarbústað hjá ömmu sinni og afa. Ég fór með honum í sveitina í fyrradag og skildi hann svo eftir í gærmorgun. Ég verð nú að viðurkenna að þetta var hálf undarleg tilfinning. Við erum búin að vera svo hryllilega mikið saman við mæðginin upp á síðkastið! En hann unir sér vel í sveitinn, veiddi fyrsta fiskinn sinn í gær og sagði mér stoltur í símann hann hefði sko verið að veiða í svínavatni!!!
Ég ætla bara að hafa þetta stutt í dag, er að fara að hitta skvísu saumaklúbbinn minn í lunch!
Knús, Kolla.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.6.2007 | 13:31
Esjan í allri sinni dýrð!
Hola!
Það er stórkostlegt að sjá hvernig landinn tryllist þegar það koma svona yndislegir sumardagar eins og í gær. Öll fyllumst við einhverri svakalegri orku sem við nýtum á misjafnan hátt. Ég fékk þá flugu í höfuðið að hlaupa upp á Esju. Ég þori nú varla að segja frá því þar sem ég hef alla mína tíð búið hér á höfuðborgarsvæðinu að þetta var í fyrsta skipti sem ég lagði leið mína á Esjuna. Þetta var vægt til orða sagt yndislegt, þvílíkt útsýni og frábær hreyfing. Ég fór reyndar ekki alveg upp á topp en ég geri það án efa næst!
Anna Rún mín hringdi svo í mig rétt áður en við hittumst á vakt á rúv í gærkveldi til að ath hvort að ég væri til í að rölta Esjuna með sér eftir vinnu! Anna Rún hefur einmitt aldrei gengið Esjuna! Við erum svo tengdar stundum að það getur verið alveg stórkostlegt! Bara næst dúlla!
Við vinkonurnar höfum einmitt átt þónokkuð margar samverustundir í vinnunni uppá síðkastið sem gerir vinnuna mun skemmtilegri. Við Vorum saman í verkefni í vikunni fyrir ÁTVR, sminkuðum þar starfsfólk fyrir heilsíðuauglýsingu sem birtist von bráðar. Baldur ljósmyndari tók myndirnar og var skotið á skemmtilegum stað við Bryggjuhverfið! Einnig höfum við verið saman nokkrar vaktir á rúv í vikunni.
Annars er allt gott að frétta, lífið gengur sinn vanagang! Húsið okkar gengur vonum framar, verðum væntanlega flutt inn vel fyrir jól ef þetta heldur áfram að ganga svona vel.
Stelpan var svo aðeins ofdekruð um helgina þegar bóndinn kom heim með nýjan bíl fyrir stelpuna sína! Algjörlega surprise!!! Ég er ennþá að jafna mig!!! Elsku litla toyotan mín hún Fjóla fær sem sagt að fjúka, en svona er lífið bara!
Eigið góðan dag öll sömul!
Kolla.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.6.2007 | 12:02
Reykingabann á veitingahúsum
Nú hefur reykingabann á skemmtistöðum og veitingahúsum tekið gildi og þvílík hamingja í mínu hjarta. Ég, sem aldrei hef reykt, þoli ekki að skreppa í bæinn og koma angandi heim þó maður rétt staldri við á staðnum. En nú er tíðin önnur og ég hlakka til að geta skroppið út án þess að koma heim eins og angandi öskubakki og þurfa að henda öllu í þvott og beint í sturtu áður en lagst er til hvílu. Thumbs up kæru reyklausu Íslendingar!
En að öðru, nú hefur hún Ásta Lovísa kvatt þennan heim og þvílíkur öðlingur sem þessi stúlka var. Ég votta fjölskyldu hennar og vinum alla mína samúð því missir þeirra er mikill. Ég trúði því statt og stöðugt að kraftaverkið gæti gerst og Ásta Lovísa með sinni elju gæti sigrast á þessum hræðilega sjúkdómi en raunin var önnur. Þetta sýnir manni að baráttuvilji hennar dugði ekki til því krabbameinið hafði betur og brá mér virkilega að frétta af andláti hennar. Við vorum jafngamlar og þessi stúlka var búin að ganga í gegnum svo margt á sinni stuttu ævi. Blessuð sé minning gullfallegrar stúlku, jafnt að innan sem utan.
Þökkum fyrir að vera til og draga andann á þessu fallega landi kæru lesendur því ekkert í þessu lífi er sjálfgefið :)
Knús á línuna,
Anna Rún.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 12:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.5.2007 | 21:58
Lifað og leikið í núinu
Nú held ég að sumarið sé komið enda ekki annað í boði þar sem júnímánuður er rétt handan við hornið. Með hækkandi sól fylgir alltaf smá tiltekt og erum við hjónin búin að vera ansi iðin síðustu daga við að breyta og betrumbæta. Einnig voru garðhúsgögnin vakin af vetrardvalanum og höfum við notið þess að sitja hérna fyrir utan í góða veðrinu enda algjör pottur hér fyrir framan í skjóli. Annars er ég búin að vera að vinna mikið síðustu daga, vann frá fimmtudegi til mánudags og var mestmegnis ein á þessum vöktum enda sleppur það þar sem Kastljós er ekki um helgar. Það er alveg merkilegt hvað allir eru elskulegir þarna hjá Sjónvarpinu og förðunarherbergið er ef svo má segja "heiti potturinn" þar sem skemmtilegt spjall fer fram ýmist fyrir eða eftir útsendingar.
Annars vil ég taka undir með henni Kollu minni og hvetja ykkur lesendur til að kíkja inn á bloggsíðuna hennar Ástu Lovísu. Þessi stelpa er þvílík hetja og voru það forréttindi að fá að kynnast henni þegar við unnum saman forsíðuna á Ísafold. Hún er svo einstök og dugnaður hennar og elja er öðrum til fyrirmyndar. Við þurfum öll að læra að slaka á annað slagið og þakka fyrir hvern líðandi dag og læra svolítið að lifa í núinu en ekki alltaf vera að bíða eftir næsta verkefni til að leysa eða kvarta undan smámunum. Knúsum börnin okkar og tjáum þeim væntumþykju okkar, gerum hluti með þeim sem við höfðum gaman að sem krakkar og leyfum þeim að finna að þrátt fyrir hraðann í þjóðfélaginu að þá höfum við tíma fyrir þau því ekkert er mikilvægara :)
Kvitterí.....
Anna Rún.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 22:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.5.2007 | 21:48
Ásta Lovísa
Stundum er nauðsynlegt að minna sig hvað við getum verið þakklát fyrir það eitt að vera hér og vera heilbrigð!
Í þessum töluðu orðum berst Ásta Lovísa fyrir lífi sínu sem fyrr á árinu var valin íslendingur ársins af tímaritinu Ísafold.
Kíkið endilega inná bloggsíðu hennar http://www.123.is/crazyfroggy/default.aspx?page=blog
Sendum henni hlýja strauma.
Kolla.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 21:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.5.2007 | 11:54
Málglaður sundfélagi!
Góðan dag...
Ég skellti mér í sund í góða veðrinu í gær sem er svo sem ekki frásögufærandi. Kom mér vel fyrir í heita pottinum , teygði andlitið í átt að sólu og reyndi að slaka vel á! Nema hvað að það sest svona ofboðslega málglaður maður mér við hlið! Hann byrjaði svona aðeins að ræða veðrið sem er svona klassísk leið til að byrja samræður við ókunnuga! Nei nei... gæinn masaði og masaði og masaði um lífið og tilveruna, sjómennskuna, kjaradeilur, pólítík, og ég veit ekki hvað og hvað! Ég er nú mjög kurteis að eðlisfari en á endanum var ég farin að láta eins og ég heyrði ekki í honum, færði mig svo aðeins lengra frá honum . Hann náði ekki skilaboðunum aumingja maðurinn þannig að ég neyddist til að druslast upp úr pottinum og skutlaði mér út í kalda laugina og synti nokkrar ferðir!
Eftir þessa skemmtilegu sundferð átti ég góða vakt upp á rúv með henni Sollu skvísu sem er með NYX förðunarvörunar sem eru heitustu vörurnar í dag að mínum mati! Ég og Lilja vinkona skelltum okkur svo í smá kokteil þar sem að var verið að kynna nyjan ilminn frá Ninu Richi. Þar var að sjáfsögðu meistari Heiðar Jónsson að kynna eins og honum einum er lagið. Hann kann sitt fag karlinn!
Þar sem að við vorum komnar með útivistarleyfi á annað borð skelltum við okkur á 101 og fengum okkur einn drykk! Mjög notó!
Best að púla aðeins í ræktinni áður en ég skutlast upp í snyrtiakademíu!
Adios Kolla P
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 11:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.5.2007 | 10:38
Vetur, sumar, vor og haust!
Hvar annarstaðar en á Íslandi kemur hagglél, rigning og fínasta sumarveður allt í sömu vikunni, stundum sama daginn og jafnvel sömu klst! Það getur verið stórkostleg upplifun að búa hérna stundum!
Ég var búin að skrifa þessa fínu færslu í gær þegar tölvar fraus og ég fékk mig bara ekki til að byrja upp á nýtt!
Ég er bara nokkuð hress enda ekki ástæða til annars.
Við Glymrurnar áttum frábærann hitting síðasta föstudagskvöld. Silla babe bauð heim og fór á kostum í eldhúsinu. Við hinar sátum og nutum, enduðuðm svo í góðu kaffi og súkkó! Við konurnar kunnum þetta! Það var tiger þema með meiru þetta kvöldið, það var reyndar mismikil þáttkaka, nefnum engin nöfn!!! Ragnheiður okkar kom, sá og sigraði! Hún var rosaleg!!! Þú ert tigerinn!!! Við tókum svo smá hring í miðbænum, hristum mjaðmirnar aðeins við góða tónlist á Torvaldsen og þá var kvöldið fullkomnað!
Anna Rún mín! Ég treysti því að látir heyra í þér þegar þú ert búin að jafna þig eftir örlög helgarinnar! Held ég fari að skrifa bók um þig, titillinn verður einfaldlega: ÓHEPPIN ÉG!!!!!
Miss you og láttu þér batna.
Love, K
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 11:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.5.2007 | 13:46
Árinu eldri!
Ég er á lífi kæru vinir og vel það!
Það er yndislegt veður, ég var að koma úr göngutúr úr laugardalnum og er að losna við kvefið sem hefur verið að hrjá mig svo lengi. Jú svo er ég orðin árinu eldri en þegar ég bloggaði síðast! Mér er sagt að þetta verði betra með hverju árinu svo að ég reyni bara að taka hækkandi aldri og auknum þroska fagnandi, en ekki hvað!!!
Ég veit nú varla hvar á að byrja, það er svo langt síðan ég lét í mér heyra! Í fyrsta lagi er stóru flutningunum ógurlegu lokið! Hélt að þetta ætlaði engann endi að taka en allt hófst þetta á endanum. Við erum formlega flutt í 104 og það fer bara alveg rosalega vel um okkur í litlu sætu kjallara íbúðinni. Siggi Viðar er búinn að eignast fullt af nýjum vinum í hverfinu og kemur útkeyrður inn á hverju kvöldi eftir að hafa verið að bralla og leika sér með öllum krökkunum.
Ég lauk fyrsta skólaárinum mínu sömu helgi og við afhentum húsið og gekk allt vel bara..... Býð reyndar enn eftir einkunnum.
Af vinnumálum: Það er búið að vera nóg að gera, nokkrar vaktir uppá rúv yfirstaðnar, sé strax hvað þetta á eftir að vera frábær reynsla í bankann að vera þarna. Maður þarf að vinna mjög hratt og vel þannig að það gefst enginn tími til að hika eða vera óöruggur! Skaust einnig í skemmtilegt verkefni í vikunni þar sem ég aðstoðaði hana Elínu Reynis örlítið. Elín er að farða fyrir mjög spennandi kvikmynd og ég fékk aðeins að kíkja við og hjálpa til.
Mikil eftirspurn er eftir þjálfun þessa dagana. Alltaf pínu fyndið hvernig íslendingar hugsa. Við erum svo gráðug í árangur og það á sem styðstum tíma og höldum stundum að allt gerist fyrirhafnarlaust! Hef fengið símtöl þar sem að ég er spurð beint út hvort að hægt sé að losna við 10 kg á tveimur mánuðum og fl. Allir að hugsa um að líta vel út á sundlaugarbakkanum!!!
Er einmitt að fara að þjálfa núna...... held áfram að babbla á morgun og aldrei að vita nema að maður fari að henda inn nokkrum myndum og standa sig svolítið betur!
Adios!
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)